Óskar skýringa á fíkniefnaleit

Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda leituðu í Tækniskólanum í síðustu viku.
Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda leituðu í Tækniskólanum í síðustu viku. mbl.is/Billi

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um það hvernig staðið var að leit að fíkniefnum í Tækniskólanum í Reykjavík á dögunum.

Umfjöllun í fjölmiðlun varð umboðsmanni Alþingis tilefni til þess að kanna hvort ástæða væri til að hann tæki málið til athugunar að eigin frumkvæði.

Í bréfi til lögreglustjórans óskaði umboðsmaður annars vegar eftir því að vera upplýstur um aðdraganda þess að leit var gerð í skólanum og eftir nánari upplýsingum um það hvernig sú leit fór fram, þar á meðal hvert hefði verið tilefni leitarinnar.

Hins vegar óskaði umboðsmaður eftir því á hvaða lagagrundvelli umrædd aðgerð byggðist á og ef hún hefði byggst á 3. mgr. 75. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, óskaði hann eftir nánari rökstuðningi til þess hvernig skólastofnun af því tagi, sem var vettvangur umræddrar aðgerðar, gæti talist „[húsakynni] sem [væru] opin almenningi eða hver og einn geti átölulaust gengið um“, og þá m.a. að virtri grundvallarreglu 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.

Þrír fíkniefnahundar notaðir

Lögreglan mættu í Tækniskólann í hádeginu 11. febrúar sl. Lögreglumenn  notuðu þrjá fíkniefnahunda við leitina. Ekki fundust fíkniefni á nemendum. Öllum útgönguleiðum var lokað á meðan leitinni stóð að undanskildum einni hurð sem lögreglan vaktaði. 

Skólayfirvöld gáfu samþykki sitt fyrir leitinni en hún var að þeirra sögn hluti af hefðbundinni leit og til marks um hve mikla áherslu skólinn leggur á fíkniefnalaust umhverfi. Ennfremur sögðu þeir að leitin hefði mikið forvarnargildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka