Ráðist á útvarpsmann Útvarps Sögu

Guðmundur Franklín Jónsson
Guðmundur Franklín Jónsson mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Ráðist var á útvarpsmanninn Guðmund Franklín Jónsson í húsakynnum Útvarps Sögu í dag. Frá þessu var fyrst greint á vef Vísis. Guðmundur var nýkominn úr hljóðveri þar sem hann hafði stýrt þætti um sjávarútvegsmál þegar Eiríkur Stefánsson, fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði, réðist á hann.

Eiríkur hafði á meðan þættinum stóð hringt inn og borið upp spurningar en Guðmundur Franklín tjáði honum að hann væri ekki með opinn símatíma og sleit því  símtalinu.

Þegar þættinum lauk var Eiríkur kominn í húsakynni Útvarps Sögu og réðst þá á Guðmund Franklín. Þingmaðurinn Illugi Gunnarsson og Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður, sem verið höfðu gestir hjá Guðmundi gengu á milli þeirra. Þá tók Eiríkur fartölvu Guðmundar og kastaði henni í gólfið.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka