Sjúkrabíllinn ók of hratt

00:00
00:00

Sjúkra­flutn­ingamaður var ný­verið dæmd­ur til sekt­ar fyr­ir gá­leys­is­leg­an akst­ur. Slökkviliðsstjóri seg­ir for­gangsakst­ur vara­sam­an og seg­ir að bíl­stjór­ar reyni ávallt að gæta fyllsta ör­ygg­is.

Bíl­stjór­inn, sem ók sjúkra­flutn­inga­bif­reiðinni, yfir á rauðu ljósi við Njarðargötu í júlí í fyrra er dæmd­ur í 60 þúsund króna sekt eða í sex daga fang­elsi verði hún ekki greidd. Dóm­ur­inn kemst að þeirri niður­stöðu að bíl­stjóri sjúkra­bíls­ins hafi ekki sýnt nægj­an­lega til­lits­semi og varúð og hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Það hafi svo endað með hörðum árekstri þar sem bif­reiðin sem ekið var á endaði á hliðinni og kastaðist 29 metra til hliðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert