Sjúkrabíllinn ók of hratt

Sjúkraflutningamaður var nýverið dæmdur til sektar fyrir gáleysislegan akstur. Slökkviliðsstjóri segir forgangsakstur varasaman og segir að bílstjórar reyni ávallt að gæta fyllsta öryggis.

Bílstjórinn, sem ók sjúkraflutningabifreiðinni, yfir á rauðu ljósi við Njarðargötu í júlí í fyrra er dæmdur í 60 þúsund króna sekt eða í sex daga fangelsi verði hún ekki greidd. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að bílstjóri sjúkrabílsins hafi ekki sýnt nægjanlega tillitssemi og varúð og hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Það hafi svo endað með hörðum árekstri þar sem bifreiðin sem ekið var á endaði á hliðinni og kastaðist 29 metra til hliðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert