Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar vill að sett verði lög sem heimila að gengið verði að eigum manna verði þeir fundnir sekir um lagabrot í kjölfar rannsóknar á hruninu. Hann segir viðskiptanefnd samstíga í málinu en hún hélt fund nýverið um vinnureglur bankastjórna eftir að Samskipum og Högum var úthlutað til fyrri eigenda. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar segjast ekkert geta aðhafst í málinu.