Fjöldi á baráttufundi í Ólafsvík

Margir mættu á fundinn í Ólafsvík í kvöld.
Margir mættu á fundinn í Ólafsvík í kvöld. mbl.is/Alfons

Um 300 manns mættu á bar­áttufund um sjáv­ar­út­veg sem hald­inn var í fé­lags­heim­il­inu Klifi í Ólafs­vík í kvöld. Meðal fund­ar­gesta voru Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og Ein­ar K. Guðfinns­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Umræðuefnið var þau áhrif sem ríkj­andi óvissa um framtíðar­skip­an í sjáv­ar­út­vegi hef­ur á fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki, fisk­vinnslu­fólk, smá­báta­út­gerð og mann­líf á Snæ­fellsnesi, m.a. vegna hug­mynda um fyrn­ing­ar­leið.

Ræðumenn voru Erla Krist­ins­dótt­ir fisk­verk­andi, Þor­steinn Sig­urðsson, vara­formaður Verka­lýðsfé­lags Snæ­fell­inga, Rósa Guðmunds­dótt­ir, verk­stjóri fisk­vinnslu í Grund­arf­irði, Krist­ín Gils­fjörð, sjó­manns­kona, Heiðar Magnús­son út­gerðarmaður og Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður starfs­hóps um end­ur­skoðun laga um fisk­veiðistjórn­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert