Fornir kálgarðar í hættu

Stefnt er að byggingu nýrrar smábátahafnar í Flatey á Breiðafirði.
Stefnt er að byggingu nýrrar smábátahafnar í Flatey á Breiðafirði. Mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyr­ir nýrri smá­báta­höfn við Innsta­poll í Flat­ey á Breiðafirði, sam­kvæmt til­lög­um að breyt­ing­um á aðal­skipu­lagi Reyk­hóla­hrepps sem aug­lýst hef­ur verið. Nokkr­ir forn­ir kálg­arðar við Hóls­búðar­vog eru tald­ir í hættu vegna fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Upp­bygg­ing á nýju hafn­ar­svæði í Flat­ey er rök­studd með fjölg­un ferðafólks til eyj­ar­inn­ar. Sum­arið 2009 voru 14 þúsund manns flutt­ir með ferj­unni Baldri til og frá Flat­ey. Þá fjölg­ar minni bát­um sem þangað koma bæði skút­um og skemmti­bát­um.

Sókn­ar­færi eru tal­in í auk­inni þjón­ustu við ferðafólk, svo sem með út­sýn­is­ferðum á minni bát­um. Við flutn­inga á milli Flat­eyj­ar og inn­eyja eru notaðir minni  bát­ar en aðstaða til að koma fólki og far­angri í bát­ana er oft á tíðum erfið við nú­ver­andi ferju­bryggju.

Gerðar voru at­hug­an­ir á nokkr­um öðrum stöðum fyr­ir höfn í Flat­ey. Minna efni þarf í skjólg­arða hafn­ar við Innsta­poll en á öðrum stöðum. Áhrif fram­kvæmd­ar­inn­ar á lands­lag og ásýnd eyj­ar­inn­ar eru því tal­in minni.

Við Innsta­poll verða gerðir tveir grjót­g­arðar, um 40 metra lang­ir. Efnið úr dýpk­un­inni verður notað í garðana.

Fram kem­ur að sam­kvæmt bráðabirgðaskrán­ingu á forn­leif­um í Flat­ey verði nokkr­ir kálg­arðar við Hóls­búðar­vog í hættu vegna fram­kvæmd­anna. Forn­leifa­vernd rík­is­ins legg­ur til að kálg­arðarn­ir verði mæld­ir upp og ljós­myndaðir. Það hef­ur þegar verið gert, að því er fram kem­ur í grein­ar­gerð með skipu­lagstil­lög­unni.

Á sama tíma er aug­lýst breyt­ing á aðal­skipu­lagi í Bjarkar­lundi í Reyk­hóla­sveit. Gert er ráð fyr­ir þrem­ur íbúðar­hús­um í stað jafn margra sum­ar­húsa sam­kvæmt nú­gild­andi skipu­lagi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert