Gengið frá garðhausunum

Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn næsta …
Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn næsta sumar.

Þótt enn sé töluverð undiralda er loksins komið gott veður til að ljúka vinnu við hafnargarðana í nýrri Landeyjahöfn. Helgi B. Gunnarsson yfirverkstjóri Suðurverks við verkið er bjartsýnn á að vel miði næstu daga.

Vinna við hafnargarðana er háð veðri og sjólagi. Sunnan- og austanáttir hafa verið ríkjandi í vetur og hefur það tafið vinnu við frágang garðhausana sem ná lengst út í sjó.

Helgi segir að betra sé að vinna í norðanáttinni, jafnvel þótt hann blási. 

Starfsmenn hans eru að ljúka við að reka niður stólpana sem munu bera uppi hafnarkantinn og í dag verður farið með krana út á garðendana til að setja þar út leiðara. Eftir það verður hægt að ganga frá hausunum og byrja á að keyra út efsta lagið. Byrjað er á hausunum og unnið í land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert