Heimdallur gagnrýnir fíkniefnaleit

Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda leituðu í Tækniskólanum
Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda leituðu í Tækniskólanum mbl.is/Billi

Stjórn Heimdallar furðar sig á þeirri mynd sem forvarnastarf í framhaldsskólum er að taka á sig, en einn til tveir framhaldsskólar biðja lögreglu um að gera allsherjar fíkniefnaleit á nemendum á hverju ári. Þetta kemur fram í ályktun stjórn félagsins.

Um þúsund nemendur Tækniskólans urðu þannig fyrir barðinu á þessari nýju forvarnaaðferð í síðustu viku þegar skólanum þeirra var fyrirvaralaust læst um hábjartan dag og lið lögreglu, tollvarða og hunda gerði leit í skólanum að ólöglegum vímuefnum.

Stjórn Heimdallar telur að gengið sé allt of langt í baráttunni við afmarkaðan vanda þegar framhaldsskólar eru farnir að minna á uppeldisstofnanir úr skáldsögunni 1984. Þegar skólayfirvöld grípa til ógnandi og yfirþyrmandi aðgerða af þessu tagi með aðstoð lögreglu bitnar það þegar upp er staðið verst á þeim nemendum sem ekkert hafa til saka unnið," segir í ályktun Heimdallar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert