Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn verði aukinn um 20.000 tonn, þannig að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2009-2010 verði ákveðinn 150 þúsund tonn.
Er þetta gert í ljósi nýlegra mælinga stofnunarinnar sem sýna að loðnustofninn mælist nú um 505 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Áður en mæling fór fram höfðu veiðst um 45 þúsund tonn af loðnu. Áætluð heildarstærð loðnustofnsins er því um 550 þúsund tonn.
Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar og því er lagður til 150 þúsund tonna leyfilegur hámarksafli.