Minni umsvif á fyrstu mánuðum en búist var við

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að umsvifin í hagkerfinu séu ívið minni á fyrstu mánuðum ársins en ætla hefði mátt miðað við síðustu mánuði liðins árs. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, velti því upp hvort það væri vegna skattahækkana sem tóku gildi um áramót.

Í fyrirspurnartíma spurði Bjarni fjármálaráðherra út í aðlögunarþörf ríkisins á árinu, hvernig skattar eru að skila sér og hvernig niðurskurð ráðherrans sér fyrir sér, þar sem ríkisstjórnin hafi nú þegar hækkað skattana meira en gert er ráð fyrir í stöðugleikasáttmálanum.

Steingrímur sagði ljóst að brekka sé eftir. Halli á frumjöfnuði sé um 40 milljarðar króna og aðgerðir þurfi því að vera vel yfir þeirri upphæð. Í ríkisfjármálum þurfi að skera niður um 100 milljarða til ársins 2013 og segja megi að hægt sé skipta því niður í 50 milljarða, þrjátíu og svo tuttugu.

Steingrímur sagði jafnframt að hægt hafi á hlutunum fyrstu vikur ársins en erfitt að spá til um hvað gerist á næstu mánuðum.

Bjarni sagði Sjálfstæðisflokk hafa varað við því að miklar skattahækkanir myndu hægja á hagkerfinu. Lyfta þurfi tekjum upp og ráðast í metnaðarfyllri aðgerðir í útgjaldalækkunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert