Númerið 777 7777 fór á 850 þúsund

Matthías Imsland formaður Fjölskylduhjálparinnar tekur við gjöfinni úr hendi Guðrúnar …
Matthías Imsland formaður Fjölskylduhjálparinnar tekur við gjöfinni úr hendi Guðrúnar Einarsdóttur markaðsstjóra Nova. Til hægri stendur Ásgerður Jóna Flosadótir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar.

Fjölskylduhjálpin fékk í dag 850.000 króna peningagjöf frá símafyrirtækinu Nova.  Gjöfin er þannig til komin að símafyrirtækið ákvað að gefa Fjölskylduhjálpinni andvirði sölu á símanúmerinu 777 7777. 

Fyrirækið setti af stað uppboð á heimasíðu sinni nova.is, sem stóð í nokkra daga í byrjun mánaðarins.  Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bárust fjöldi tilboða í símanúmerið, sem kallað var „flottasta símanúmer í heimi“.  Númerið var svo slegið hæstbjóðanda, sem reyndist vera einstaklingur, á 850.000 krónur og rann allt andvirðið beint til Fjölskylduhjálparinnar.
 
 

 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert