Rykbinding vegna svifryks

Svifryk í Reykjavík
Svifryk í Reykjavík Rax / Ragnar Axelsson

Sól­ar­hrings­styrk­ur svifryks hef­ur farið nokkr­um sinn­um yfir heilsu­vernd­ar­mörk í vik­unni, en talið er að þurrviðri ásamt kulda og stilltu lofti hafi loft­meng­un í för með sér. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá um­hverf­is- og sam­göngu­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar munu nokkr­ar um­ferðagöt­ur verða ryk­bundn­ar aðfaranótt næsta mánu­dags ef veðurfar verður með svipuðu móti og í þess­ari viku. 

Anna Rósa Böðvars­dótt­ir heil­brigðis­full­trúi tel­ur lík­legt að styrk­ur­inn fari einnig yfir heilsu­vernd­ar­mörk í dag 18. fe­brú­ar og lík­lega einnig ein­hverja af næstu dög­um ef veður­spá­in stenst. Styrk­ur svifryks mæld­ist milli 16 og 16:30 í dag 85 míkró­grömm á rúm­metra en meðaltalstyrk­ur frá miðnætti var á sama tíma 56. Heilsu­vernd­ar­mörk­in eru við 50 míkró­grömm á rúm­metra.

Viðbragðsteymi Reykja­vík­ur um loft­meng­un tel­ur ár­ang­urs­ríkt að ryk­binda göt­urn­ar áður en bílaum­ferðin hefst aft­ur mánu­dag­inn 22. fe­brú­ar og von­ar að sú bind­ing dugi í nokkra daga. Er mælt með fyr­ir­byggj­andi aðgerðum borg­ar­búa eins og að skilja einka­bíl­inn eft­ir heima og ganga, hjóla, fara í strætó eða sam­ferða öðrum til og frá vinnu eða skóla.




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert