Tækifæri til að móta stefnu ESB

Í Evrópusambandinu fengju fulltrúar Íslands kjörið tækifæri til að móta framtíðarstefnu Evrópusambandsins og berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar, segir varaforseti Evrópuþingsins.

Í fyrirlestri í Háskóla Íslands dag ræddi Diana Wallis umsókn Íslendinga um inngöngu í Evrópusambandið. Wallis lagði áherslu á að vönduð þjóðfélagsumræða yrði að fara fram hér á landi áður en við göngum í sambandið. Íslendingar verði fyrst að gera upp við sig hvort innganga sé það sem þjóðin raunverulega vill.

Wallis sagðist hins vegar ekki vera í vafa um að hagsmunum Íslands væri  til langs tíma betur borgið innan ESB, þar sem fulltrúar Íslands fengju mikilvægt tækifæri til að móta framtíðarstefnu sambandsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert