Bjarni vill fund um samskipti við sendifulltrúa

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að fram fari utandagskrárumræða á Alþingi um samskipti íslenskra stjórnvalda og erindreka þeirra við fulltrúa bandarískra stjórnvalda.  Þess er óskað að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, verði til andsvara.
 
Jafnframt hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, óskað eftir því að haldinn verði fundur í nefndinni vegna málsins.  Hafa þau óskað eftir því að Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum verði kallaðir á fund nefndarinnar.

Ástæðan er minnisblað, sem birt var á vef Wikileaks í gær, skrifað af bandarískum sendifulltrúa um fundi sem hann átti með erlendum sendiherrum hér á landi, og einnig með Einari Gunnarssyni, Kristjáni Guy Burgess og Hjálmari W. Hannessyni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert