Bjóða breytilega vexti

Icesave-deilan heldur áfram.
Icesave-deilan heldur áfram. Reuters

Hollendingar eru tilbúnir að bjóða Íslendingum breytilega vexti til að liðka fyrir samningaviðræðum, að því er hollenska ANP-fréttastofan hefur eftir talsmanni Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands. Vitnað er til þeirrar skoðunar Bos að hann sé reiðubúinn að gefa eftir en vilji þó fé upp í kröfuna.

Lægri vextir myndu hafa mikla þýðingu fyrir Ísland að því gefnu að íslenska þjóðarbúið taki á sig Icesave-skuldbindingarnar en vaxtastigið hefur einmitt verið eitt helsta ágreiningsefnið.

Eins og komið hefur fram á vef Morgunblaðsins er allt á suðupunkti í hollenskum stjórnmálum en á þessari stundu reyna stjórnarliðar að framlengja líf stjórnarinnar sem gæti haldið velli þrátt fyrir djúpstæðan ágreining um framhaldið í Afganistan.

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert