Boranir rýra ekki framtíðargildi Gjástykkis

Frá borunum í Gjástykki.
Frá borunum í Gjástykki.

Skipu­lags­stofn­un tel­ur, að rann­sókna­bor­an­ir í Gjástykki í Þing­eyj­ar­sveit muni tíma­bundið rýra vernd­ar­gildi svæðis­ins en ekki framtíðar­gildi þess. Seg­ist stofn­un­in telja, að all­ar for­send­ur eigi að vera til þess að hægt verði að afmá um­merki fyr­ir­hugaðra rann­sókna­bor­ana.

Að áliti Skipu­lags­stofn­un­ar er jarðfræðilega sér­stæðni Gjástykk­is­svæðis­ins á landsvísu og heimsvísu óum­deil­an­leg og vernd­ar- og fræðslu­gildi þess hátt. Fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir við rann­sókna­bor­an­ir komi til með að hafa nokkuð nei­kvæð og var­an­leg áhrif á hraun frá Kröflu­eld­um á af­mörkuðu svæði.

Þá seg­ir stofn­un­in, að á fram­kvæmda­tíma verði nokkuð nei­kvæð áhrif á svæðið sem hluta af svæði sem skil­greina megi sem víðerni. Þá verði sjón­ræn áhrif fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda nokkuð nei­kvæð fyr­ir þá ferðamenn sem sækja inn á svæðið til úti­vist­ar, auk þess sem hávaði mun ber­ast frá hol­um í blæstri.

Að öðru leyti sé ljóst að fram­kvæmda­svæðið sé ekki um­fangs­mikið og ásýnd­ar­breyt­ing­ar vegna borteigs nái einkum til svæðis í næsta ná­grenni hans. Seg­ist stofn­un­in því leggja áherslu á að niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar um áhrif á vernd­ar­gildi og jarðmynd­an­ir, sjón­ræn áhrif og áhrif á úti­vist og ferðaþjón­ustu byggi á því að vel tak­ist til með að fjar­lægja um­merki um borteig­inn.

„Skipu­lags­stofn­un vill leggja áherslu á að í þessu máli er verið að meta um­hverf­isáhrif af rann­sókna­hol­um á ein­um skil­greind­um borteig á Gjástykk­is­svæðinu en ekki af hugs­an­legri ork­u­nýt­ingu á svæðinu með til­heyr­andi mann­virkj­um. Ljóst er að nei­kvæð áhrif virkj­un­ar á svæðinu yrðu allt ann­ars eðlis og mun nei­kvæðari á marga um­hverf­isþætti en fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda vegna rann­sókna­bor­ana. Skipu­lags­stofn­un tek­ur að öðru leyti ekki af­stöðu til áhrifa af slík­um fram­kvæmd­um enda munu þær fara í ferli mats á um­hverf­isáhrif­um ef til þeirra kem­ur," seg­ir í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert