Braut gegn nálgunarbanni

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og að brjóta gegn nálgunarbanni, sem hann var úrskurðaður í gagnvart dóttur sinni.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa í júní í fyrra ruðst inn í húsnæði og reyna að hafa dóttur sína á brott með sér.

Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa sent dóttur sinni níu tölvupósta á tímabilinu frá ágúst til september þótt honum hefði í ágúst verið bannað með dómsúrskurði að nálgast dótturina á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðru móti.

Maðurinn játaði brotin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert