Deildu um ábyrgð á Icesave

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, og Nicholas Macp­her­son, ráðuneyt­is­stjóri breska fjár­málaráðuneyt­is­ins, deildu hart um það í októ­ber 2008 hvort breska ríkið ætti að ábyrgj­ast inni­stæður á Ices­a­ve-reikn­ing­um í Bretlandi.

Þetta kem­ur fram í bréf­um, sem Frjálsi demó­krata­flokk­ur­inn hef­ur fengið í hend­ur og sýnt blaðinu The Times. 

Macp­her­son lýsti yfir mikl­um efa­semd­um um að bresk stjórn­völd ættu að nota op­in­bert fé til að greiða eig­end­um breskra Ices­a­ve-reikn­inga það fé sem þeir höfðu lagt inn á reikn­ing­ana og sagði óljóst hvort breska ríkið myndi end­ur­heimta þessa pen­inga. Eng­lands­banki lýsti sömu skoðun en Darling tók þá ákvörðun að tryggja inni­stæðurn­ar og skil­greina það sem lán til Íslands.    

The Times seg­ir, að Macp­her­son virðist hafa skrifað bréf sitt eft­ir fund með Darling 8. októ­ber 2008 til að staðfesta and­stöðu sína við láni til Íslands. Seg­ir hann þar að Eng­lands­banki sé sömu skoðunar en breska fjár­mála­eft­ir­litið taki und­ir skoðun Darling um að nauðsyn­legt sé að tryggja inni­stæðurn­ar til að tryggja stöðug­leika á bresk­um fjár­mála­markaði.

Sagði ráðuneyt­is­stjór­inn, að um­rætt lán væri ekki góð fjár­fest­ing fyr­ir breska skatt­greiðend­ur og gæfi jafn­framt til kynna, að bresk stjórn­völd myndu tryggja mun hærri upp­hæð ef aðrir alþjóðleg­ir bank­ar, með starf­semi í Bretlandi, féllu í framtíðinni. 

Þá varaði Macp­her­son við því, að ekki væri víst að ís­lensk stjórn­völd væru fús að tryggja að Bret­ar fengju um­rædda upp­hæð end­ur­greidda. 

Darling svaraði sama dag og sagðist myndu veita ís­lensk­um stjórn­völd­um lánið. Hafi hann tekið með í reikn­ing­inn þann trúnaðarbrest sem orðið hefði á milli banka­kerf­is­ins og viðskipta­vina þess þegar hann tók þessa ákvörðun.

Þá seg­ir hann, að fyr­ir liggi skrif­leg staðfest­ing ís­lenskra stjórn­valda um að þau muni standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar í sam­ræmi við evr­ópsk­ar regl­ur um inni­stæðutrygg­ing­ar.   

Frétt The Times

Leiðari í viðskipta­blaði The Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert