Hörður í stjórn Samorku

Hörður Arnarson.
Hörður Arnarson. mbl.is/ÞÖK

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var kosinn í stjórn Samorku á aðalfundi félagsins. Hann kemur í stað Friðriks Sophussonar, forvera síns hjá Landsvirkjun.

Stjórnin er að öðru leyti eins. Franz Árnason, frá Norðurorku, er formaður og með þeim Herði eru í stjórn:

Hjörleifur B. Kvaran, Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus Jónsson, Hitaveitu Suðurnesja, Páll Pálsson, Skagafjarðarveitum, Tryggvi Þór Haraldsson, Rarik og Þórður Guðmundsson, Landsneti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert