Hraðakstursbrotum fjölgar mikið

Hraðakstursbrotum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og eru þau nú nokkur þúsund í hverjum mánuði. Á síðasta ári voru hraðakstursbrot 43.109, sem eru fleiri brot en öll umferðarlagabrot  á árinu 2005. Heildarfjöldi umferðarlagabrota var  55.306 í fyrra.

Þetta kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um lagabrot í janúar. Fram hefur komið, að rekja megi þessa aukningu til umferðarmyndavéla og annars eftirlitsbúnaðar. 

Í janúar voru tæplega 5400 brot, sem féllu undir umferðarlaga-, hegningarlaga- og fíkniefnabrot. Hegningarlagabrotum fækkaði um 16% milli ára en umferðarlagabrotum fjölgaði um 48% og fíkniefnabrotum um 12%. 

Fíkniefnabrotin í janúar voru 114 en 64% þeirra voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, 18% hjá lögreglunni á Suðurnesjum og 12% hjá lögreglunni á Akureyri. Hjá þessum þremur lögregluembættum voru skráð 95% allra fíkniefnabrota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka