Kolkrabbinn Vídalín er ófeiminn

Kolkrabbinn Vídalín er ekki feiminn við að sýna sig, líkt …
Kolkrabbinn Vídalín er ekki feiminn við að sýna sig, líkt og sumir frændur hans. Setur.is

Stærsti lif­andi kol­krabbi sem komið hef­ur á fiska­safnið í Vest­manna­eyj­um hef­ur fengið nafnið Vídalín. Það er til heiðurs skip­verj­um á tog­ar­an­um Jóni Vídalín sem færðu safn­inu krabb­ann stóra. 

Fjór­ir kol­krabb­ar bár­ust safn­inu í síðustu viku og er Vídalín sá stærsti sem safn­inu hef­ur borist til þessa, að sögn Kristjáns Eg­ils­son­ar fyrr­ver­andi safn­stjóra. 

Í frétt frá safn­inu seg­ir að yf­ir­leitt séu kol­krabb­ar mjög fæln­ir og feli sig helst fyr­ir safngest­um. Það á ekki við um Vídalín því hann fann sér ágæt­an stein til að hvíla á fyr­ir miðjum tanki. Hinir þrír kol­krabb­arn­ir eru feimn­ari og fela sig helst í gjót­um og bak við steina í búr­um sín­um.  

Vídalín verður til sýn­is í Sæheim­um, fiska­safn­inu við Heiðar­veg í Vest­manna­eyj­um, á sunnu­dag­inn milli kl. 15:00 og 17:00. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert