Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að loðnukvótinn verði aukinn um 20 þúsund tonn frá fyrri tillögu og verði 150 þúsund tonn á vertíðinni. Megnið af þessari viðbót kemur í hlut íslenskra veiðiskipa.
Áætla má að útflutningsverðmæti þessara 20 þúsunda tonna geti verið um hálfur annar milljarður miðað við að aflinn fari í verðmætustu vinnsluna. Loðnuvertíðin í heild gæti þannig gefið um ellefu milljarða króna.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.