Telja að þorskstofninn muni vaxa

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) telur yfirgnæfandi líkur á því að nýtingarstefna sú sem Hafrannsóknastofnunin kynnti vorið 2009 muni leiða til þess að hrygningarstofnar þorsks fari vaxandi og verði stærri árið 2015 en þeir voru í ársbyrjun 2009.

Auk þess að hrygningarstofnar þorsks muni vaxa telur ICES að nýtingarstefnan sé í samræmi við alþjóðleg varúðarsjónarmið og viðmið um afrakstur fiskistofna sem leiði til betri afkomu til lengri tíma litið.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur sterkar líkur á að álit Alþjóðahafrannsóknaráðsins muni hafa markaðslegt gildi fyrir seljendur íslenskra þorskafurða.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert