Vilja finna uppbyggilega lausn

Bresk­ir emb­ætt­is­menn segj­ast vilja finna upp­byggi­lega lausn á Ices­a­ve-deil­unni við Íslend­inga en á sama tíma tryggja að bresk­ir skatt­greiðend­ur fái til baka það fé, sem varið var til að greiða bresk­um Ices­a­ve-reikn­ingseig­end­um Lands­bank­ans bæt­ur þegar bank­inn féll.

Fram kom í dag, að Breta og Hol­lend­ing­ar ætli að leggja fram nýja til­lögu til lausn­ar deil­unni. Reu­ters­frétta­stof­an hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni í breska fjár­málaráðuneyt­inu, að til­lag­an verði send ís­lensk­um stjórn­völd­um fljót­lega og snú­ist um að breyti­leg­ir vext­ir verði á lán­um, sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar veita Íslend­ing­um í stað fastra 5,5% vaxta.  

Reu­ters hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni í Amster­dam, að Hol­lend­ing­ar og Bret­ar ætli að leggja fram nýja til­lögu til að kom­ast hjá þjóðar­at­kvæðagreiðslu á Íslandi um Ices­a­ve-samn­ing­inn, sem gerður var í októ­ber. Áfram sé þó gert ráð fyr­ir því að Íslend­ing­ar end­ur­greiði Bret­um og Hol­lend­ing­um alla láns­upp­hæðina.

Hol­lensk­ir fjöl­miðlar segja nú síðdeg­is, að Wou­ter Bos, fjár­málaráðherra Hol­lands, hafi alltaf sagt að hann vilji tryggja að hol­lensk­ir skatt­greiðend­ur fái lánið end­ur­greitt með sann­gjörn­um vöxt­um. Hins veg­ar sé það ekki ætl­un Hol­lend­inga að valda Íslend­ing­um óyf­ir­stíg­an­leg­um fjár­hags­leg­um vanda­mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka