Ármann Kr. Ólafsson er með flest atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi eftir fyrstu tölur. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, er í þriðja sæti, en um 47 atkvæði munar á honum og Ármanni í baráttunni um fyrsta sætið.
Hildur Dungal er í öðru sæti með 239 atkvæði, Gunnar I. Birgisson er í þriðja sæti með 229 atkvæði, Margrét Björnsdóttir er í fjórða sæti með 226 atkvæði, Árni Bragason er í 5. sæti með 213 atkvæði, Aðalsteinn Jónsson er í 6. sæti með 254 atkvæði og Karen Halldórsdóttir er í 7. sæti með 291 atkvæði.
Búið er að telja um 500 atkvæði, en um 2.800 kusu í prófkjörinu. Næstu tölur verða birtar um kl. 19.