Ármann öruggur í 1. sæti

Ármann Kr. Ólafsson er með nokkuð örugga forystu í prófkjörinu, …
Ármann Kr. Ólafsson er með nokkuð örugga forystu í prófkjörinu, en talningu er ekki lokið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ármann Kr. Ólafsson er með 52,3% atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri er með 40,9% í fyrsta sætið. Það er því orðið ljóst að Ármann verður í fyrsta sæti. Aðeins á eftir að telja nokkur hundruð atkvæði.

Búið er að telja 2600, en formaður fulltrúaráðs sagði fyrr í kvöld að um 2800 manns hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Á kjörskrá voru 5.292.

Ármann er með 1359 í fyrsta sæti. Hildur Dungal er í öðru sæti með 1372 atkvæði, Gunnar I. Birgisson er í þriðja sæti með 1119 atkvæði, Margrét Björnsdóttir er í fjórða sæti með 1086 atkvæði,  Aðalsteinn Jónsson er í 5. sæti með 1191 atkvæði, Karen Halldórsdóttir er í 6. sæti með 1302 atkvæði og Árni Bragason er í 7. sæti með 1629 atkvæði.

Árni og Karen hafa haft sætaskipti frá síðustu tölum. Litlu munar þó á þeim.

Gunnar stefndi á fyrsta sætið en hann er með 1026 atkvæði í það sæti, en það er 333 færri atkvæði en Ármann er með í það sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert