Ármann Kr. Ólafsson sigraði í í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann fékk 1677 atkvæði í 1. sætið eða 52,4% atkvæða. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, sem einnig sóttist eftir 1. sætinu lenti í 3. sæti. Hann fékk 1253 atkvæði í 1. sætið eða 40% atkvæða.
Alls greiddu 3197 atkvæði í prófkjörinu, en á kjörskrá voru 5998. Kosningaþátttaka var því 56%.
Ármann hlaut 1677 í fyrsta sæti. Hildur Dungal varð í öðru sæti með 1668 atkvæði, Gunnar I. Birgisson varð í þriðja sæti með 1366 atkvæði, Margrét Björnsdóttir varð í fjórða sæti með 1329 atkvæði, Aðalsteinn Jónsson varð í 5. sæti með 1468 atkvæði, Karen Halldórsdóttir varð í 6. sæti með 1625 atkvæði og Árni Bragason er í 7. sæti með 2015 atkvæði.
Árni og Karen höfðu sætaskipti undir lok talningarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 44% atkvæða í síðustu bæjarstjórnarkosningum og fimm menn kjörna. Talsverð endurnýjun verður á listanum því að af þessum sjö hafa einungis Ármann og Gunnar setið í bæjarstjórn.
http://xdkop.is/images/stories/Profkjor_kynningarefni/22.40.pdf