Fimm manns hafa gefið kost á sér í forval Samfylkingarinnar í Árborg en kosning er bindandi í 4 efstu sætin.Gert er ráð fyrir að úrslit liggi fyrir um kl. 20 í kvöld.
Allir
félagsmenn geta kosið í forvalinu og er hægt að skrá sig í flokkinn þar
til
kjörfundi lýkur kl. 18. í dag.
Kjörstaðir eru í Tryggvaskála á Selfossi og í Barnaskólanum á Eyrarbakka og á
Stokkseyri.
Í framboði eru:
Arna
Ír Gunnarsdóttir sviðsstjóri á Svæðisskrifstofu fatlaðra >gefur kost á sér í
2.-3.sæti
Eggert Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri >gefur kost á sér í 2. sæti
Gylfi Þorkelsson kennari og bæjarfulltrúi >gefur kost á sér í 1. sæti
Kjartan
Ólason framhaldsskólakennari >gefur kost á sér í 2. sæti
Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og bæjarfulltrúi >gefur kost á sér í
1. sæti