Framtakssjóður bauð í Sjóvá

Húsnæði Sjóvár-Almennra í Kringlunni.
Húsnæði Sjóvár-Almennra í Kringlunni. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þeim sex aðilum sem boðið var til áframhaldandi þátttöku í söluferli hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. ber í síðasta lagi að leggja fram formleg tilboð næstkomandi mánudag.

Samkvæmt traustum heimildum Morgunblaðsins er Framtakssjóður Íslands, sem 16 lífeyrissjóðir standa að, meðal þeirra fjárfesta sem boðið var til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu.

Af fjárfestunum sex eru þrír erlendir aðilar. Flestir þeirra buðu í allt hlutafé félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert