Funda um hitamálin

Fundurinn hófst í Hugmyndahúsi Háskólanna á Granda í morgun.
Fundurinn hófst í Hugmyndahúsi Háskólanna á Granda í morgun. mbl.is Golli

Í morgun hófst fyrsti fundur Þjóðarvettvangs, opins umræðuvettvangs um erfið hitamál, í Hugmyndahúsi Háskólanna á Granda (Gamla Ellingssenhúsinu).

Almenningi gefst þar kostur á að nálgast handbók sem leiðir borðstjóra í gegnum fundinn, skef fyrir skref og dag verður opnuð gátt á vefsíðunni www.thjodarvettvangur.is þar sem almenningur getur skilað inn setningum í lok funda sem fólk getur haldið hvar og hvenær sem er á landinu í þá viku sem gáttin er opin. Að viku liðinni eru þær setningar sem fólk sendir inn birtar á vefsíðunni www.thjodarvettvangur.is

Í framhaldi af fundinum í Hugmyndahúsi Háskólanna verða haldnir skipulagðir fundir með sama sniði á Akureyri, í Reykjanesbæ, á Reyðarfirði, í Vestmannaeyjum, í Bolungarvík og víðar á landinu.

Aðstandur Þjóðarvettvangs hvetja fólk til að skoða handbókina á netinu og til að prenta hana út og halda allt frá litlum fjölskyldufundum og upp í stærri fundi um efnið þar sem farið er í einu og öllu að reglum fundarins. Þannig sé tryggt að öllum sjónarmiðum sé gert jafn hátt undir höfði.

Umræðan um Icesave á Þjóðarvettvangi er út frá þremur lykilhugtökum, þeim þremur gildum sem marktækt úrtak íslensku þjóðarinnar valdi á Þjóðfundinum í Laugardalshöll á síðasta ári. Þau eru: Heiðarleiki, virðing og réttlæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert