Hægt að vinna með tilboðið

Jóhanna og Steingrímur svöruðu spurningum fréttamanna að loknum fundi seinnipartinn …
Jóhanna og Steingrímur svöruðu spurningum fréttamanna að loknum fundi seinnipartinn í dag. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Það er hægt að vinna með þetta tilboð og ég er að vona að við getum náð saman um þetta," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eftir fund formanna stjórnarflokkanna í dag um tilboð sem borist hefur frá Bretum og Hollendingum.

Formenn flokkanna ætla að funda með samninganefndinni á morgun. Jóhanna segir að stjórnvöld muni svara tilboðinu á morgun eða á mánudag.

Bréf barst frá Hollandi í gærkvöldi skömmu áður en hollenska stjórnin féll. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði gott að bréfið hafi komið áður en stjórnin fór frá. Málið hefði verið í farvegi og hann sagðist ekki eiga von á öðru en að málið yrði klárað af hálfu Hollands þrátt fyrir að stjórnin hefði fallið.

Jóhanna vildi ekki fara út í efnisatriði tilboðsins en sagði að það fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði.

Jóhanna var spurð hvort tillagan væri í samræmi við þá tilboð sem íslenska samninganefndin hefði lagt fram í London. "Nei það er ekki hægt að segja það, en allt snýst þetta um að greiðslubyrðin verði minni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert