Háskóladagurinn er haldinn
í dag en þá kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár.
Í Ráðhúsi Reykjavíkur kynna 6 háskólar fjölbreytt námsframboð á grunn- og meistarastigi: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Námsframboð þessara skóla spannar allt frá hrossarækt og myndlist yfir í hefðbundnari greinar háskólanáms á borð við viðskiptafræði og lögfræði. Fram kemur í tilkynningu að kennarar, nemendur og námsráðgjafar verði á staðnum og veiti upplýsingar um allt það nám sem skólarnir bjóða upp á.
Allar deildir Háskóla
Íslands kynna kynna námsframboð í grunnnámi á Háskólatorgi Háskóla Íslands, og
í Gimli og Odda og eru námsleiðir sagðar skipta hundruðum. Þá veita námsráðgjafar leiðsögn og ráðgjöf. Tekið er fram að kynningin í Háskóla Íslands sé
öllum opin og gestum velkomið að skoða húsakynni skólans.
Einnig er í Norræna Húsinu kynning á 16 háskólum frá Danmörku og Svíþjóð. Þar verður kynnt bæði hefðbundið háskólanám og fjöldi annarra styttri námsleiða. Er þar talið til m.a. iðn- og viðskiptanám auk t.d. hjúkrunar- og siglinganáms. Fulltrúi frá Menntamálaráðuneytinu í Danmörku mun veita upplýsingar um það nám, sem óskað er eftir.
Allar kynningarnar
standa
yfir frá kl. 11-16