Svar komið vegna Icesave

Búist er við að formenn flokkanna hittist á fundi síðar …
Búist er við að formenn flokkanna hittist á fundi síðar í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bretar og Hollendingar hafa sent tillögu að lausn í Icesave-málinu til íslenskra stjórnvalda. Samninganefnd Íslands er núna að fara yfir málið. Stefnt er að því að formenn flokkanna hittist síðar í dag til að ræða tillöguna.

Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra, staðfesti að svar hefði borist frá Bretum og Hollendingum. Hann sagði ekki hægt að gefa neinar upplýsingar um efni tillögunnar eða hugsanleg viðbrögð við henni.

Reuters-fréttastofan sagði frá því í gær að Bretar og Hollendingar væru að undirbúa tilboð sem gengi út á að breyta vaxtakjörum á láni sem þeir veittu Íslendingum svo að hægt væri að gera upp Icesave-skuldbindingarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert