Tilkynnt var um vopnað rán í 10/11 verslun í Álfheimum, Glæsibæ, rúmlega hálftíu í morgun. Þar hafði maður á þrítugsaldri hafði komið inn og hótað afgreiðslustúlku með blóðugri sprautunál og heimtað peninga.
Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði maðurinn óverulega upphæð út úr þessu enda hafi verslunin, eins og flestar aðrar verslanir, sérstaka vörn gegn ráni.
Vitni gátu gefið lögreglu greinargóða lýsingu á manninum og sögðu hann hafa hlaupið í átt að Laugardalnum. Lögreglan kom síðan að Laugardalnum úr öllum áttum og búið var að hinn grunaða kl. 09:52. Var hann með ránsfenginn í öðrum sokknum en hafði áður kastað sprautunni frá sér. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, var færður í fangageymslu lögreglunnar og verður yfirheyrður síðar. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu.