Engin viðbrögð frá Gunnari

Gunnar I Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar I Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/ÞÖK

Ekki hefur náðst í Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi í morgun. Ekki liggur því fyrir hver viðbrögð hans verða við niðurstöðu prófkjörs sjálfstæðismanna í Kópavogi, en Gunnar lenti í 3. sæti, en hann stefndi á 1. sætið.

Gunnar hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi frá 1991. Ármann Kr. Ólafsson, fyrrvarandi alþingismaður og bæjarfulltrúi, sigraði í prófkjörinu. Hildur Dungal, fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar, varð í öðru sæti.

Hildur fékk samtals flest atkvæði í prófkjörinu eða 2810, en 3337 tóku þátt í prófkjörinu. Ármann fékk 2255 atkvæði samtals, þar af 1668 í fyrsta sætið. Gunnar fékk 1567 atkvæði samtals. Langflestir sem á annað borð kusu Gunnar kusu hann í fyrsta sætið. Hann fékk um 40% atkvæða í það sæti, en Ármann um 52%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert