Funda um Icesave síðdegis

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eftir fundinn í fjármálaráðuneytinu …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eftir fundinn í fjármálaráðuneytinu í gær. Ernir Eyjólfsson

Formenn stjórnar og stjórnarandstöðu hittast á fundi í fjármálaráðuneytinu kl. fimm í dag. Á fundinum verða rætt um hvernig eigi að bregðast við tilboði sem kom frá Bretum og Hollendingum í gær um lausn á Icesvave-málinu.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í gær að stefnt væri að því að Ísland svaraði tilboðinu í dag eða á morgun. Hann vildi ekki svarað því hvort fyrirhugað væri að senda Bretum og Hollendingum formlegt gagntilboð.

Forystumenn flokkanna vildu í gær ekki tjá sig efnislega um tilboðið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að tilboðið fæli í sér lægri greiðslubyrði en fyrri samningur fæli í sér. Hún sagði að tilboð Breta og Hollendingar væri ekki í samræmi við þær tillögur sem íslenska samninganefndin lagði upp með á viðræðufundunum í London, en það væri hægt að vinna með það.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist sömuleiðis vilja skoða tilboðið betur og láta á það reyna hvort hægt væri að ná samstöðu um málið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var hins vegar ekki sáttur við svörin og sagðist telja að stjórnarkreppan í Hollandi hefði áhrif á þróun mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert