Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráherra segir best ef hægt væri að ljúka viðræðum um Icesave í næstu viku. Formenn flokkanna sitja ásamt utanríkisráðherra og íslensku samninganefndinni núna á fundi í fjármálaráðuneytinu þar sem rætt er hvernig eigi að bregðast við tillögu Breta og Hollendinga.
Samninganefnd Íslands hefur í dag farið yfir tilboðið og reynt að meta hvaða fjárhagsleg áhrif yrðu ef það yrði samþykkt. Á fundi formanna flokkanna kemur í ljós hvort samstaða er milli þeirra um hvernig eigi að bregðast við tilboðinu.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að ekki yrði gengið frá málinu á þeim forsendum sem tilboð Breta og Hollendinga gerði ráð fyrir. Hann sagði samstöðu milli stjórnarandstöðunnar um málið.