Allt á kafi í snjó á Akureyri

Snjókoma á Akureyri
Snjókoma á Akureyri Skapti Hallgrímsson

Segja má að á Íslendingar búi í tveimur löndum þegar litið er til veðurfars. Helgarhríðin á Akureyri skildi allt eftir á kafi í snjó, á meðan götur Reykjavíkur voru rykbundnar í nótt til að draga úr svifryki. Snjó kyngir nú niður á Akureyri og börnin sem ganga hér heim úr skólanum eru vel dúðuð í stíl við veðurfarið.

Um 2.600 manns brunuðu í skíðabrekkunum í Hlíðarfjalli á Akureyri á laugardag. Það nálgast það að vera met. „Hér er hvítt ofan úr fjalli og niður í fjöru. Aðstæður eru eins og best getur orðið,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, í samtali við Morgunblaðið.

Í Bláfjöllum eygja menn nú von um að hægt verði að opna um næstu helgi. Spár veðurfræðinga gefi fyrirheit um snjókomu síðari hluta viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert