Vátryggingafélag Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tekið er fram að Fjármálaeftirlitið hafi ekki gert athugasemdir við félagið en FME tiltók ekki um hvaða félög var að ræða þegar það opinberaði athugasemdir við iðgjöld og viðskiptahætti tveggja tryggingafélaga.
Tilkynning VÍS
Á vef Fjármálaeftirlitsins (FME) í dag kemur fram að FME hafi gert athugasemdir
við viðskipti tveggja tryggingafélaga þegar iðgjöld og viðskiptahættir
vátryggingafélaganna voru til skoðunar á síðari hluta ársins 2009. Vegna
þessa óskar VÍS eftir að fram komi að FME gerði ekki athugasemdir við iðgjöld
eða viðskiptahætti VÍS, en einhverra hluta vegna kaus FME að tilgreina ekki
hvaða félög var gerð athugasemd við.