Fimm teymi hanna nýjan spítala

Nýja sjúkrahúsið mun rísa í næsta nágrenni við gamla Landspítalann.
Nýja sjúkrahúsið mun rísa í næsta nágrenni við gamla Landspítalann. mbl.is/Ómar

Yfir 700 íslenskir sérfræðingar á byggingarsviði og flestar stærstu arkitekta- og verkfræðistofur landsins taka þátt í hönnunarsamkeppni nýs Landspítala við Hringbraut. Tilkynnt var um niðurstöður forvals samkeppninnar á kynningarfundi sem verkefnisstjórn nýs Landspítala efndi til í dag að viðstöddum heilbrigðisráðherra.

Alls bárust sjö umsóknir um þátttöku í forvali hönnunarsamkeppninnar og uppfylltu sex teymi tilskyldar hæfniskröfur. Fimm stigahæstu teymunum verður nú boðið að taka þátt í hönnunarsamkeppninni en ábyrgðaraðilar þeirra eru Mannvit hf., Almenna verkfræðistofan hf., TBL arkitektar ehf., Verkís hf. og Efla hf.

Fjögur fyrstnefndu teymin hlutu fullt hús stiga í hæfismatinu, 180 stig, og fimmta teymið hlaut 160 stig en lágmarksstigafjöldi teymis til að teljast hæft var 135 stig. 

Yfir 700 háskólamenntaðir íslenskir sérfræðingar á byggingarsviði, arkitektar, verkfræðingar, tæknifræðingar og fleiri stéttir, standa að teymunum fimm. Keppnislýsing hönnunarsamkeppninnar verður tilbúin 5. mars næstkomandi en skilafrestur er í byrjun júní 2010 og úrslit eiga að liggja fyrir mánuði seinna, eða í byrjun júlímánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert