Fundir með bandarískum ráðamönnum

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði á þingi eftir upplýsingum um það hvort Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði persónulega óskað eftir samtölum eða fundum með bandarískum ráðamönnum til þess að ræða það tangarhald sem Bretar og Hollendingar virðast hafa á málefnum Íslands innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með því að koma í veg fyrir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands.

Í svari Jóhönnu kom fram að svo væri ekki. Benti hún á að unnið væri að málinu á mörgum vígstöðvum. Minnti hún á að hún hefði rætt málið ítarlega við José Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundi sínum með honum nýverið. Tók hún fram að hún skynjaði breytingu í viðhorfi manna og aukinn skilningi á málstað Íslendinga m.a. hjá forráðamönnum AGS.

Illugi sagði það koma sér á óvart að forsætisráðherra hafi ekki rætt málið við bandaríska ráðamenn á borð við forseta eða utanríkisráðherra. Vildi hann vita hvernig á því stæði

Jóhanna minnti á að fundað hefði verið með mörgum forráðamönnum í Evrópu vegna málsins. Benti hún á að utanríkisráðherra hefði formlega óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton. Tilgangur fundarins væri að óska eftir aðstoð Bandaríkjamanna til þess að losa um tak Hollendinga og Breta á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og efnahagsáætlunar Íslendinga sem hefur margfrestast vegna Icesave deilunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert