Jafnvel gagntilboð í dag

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á fundi
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á fundi mbl.is/Golli

Elías Jón Guðjóns­son, talsmaður fjár­málaráðuneyt­is­ins, seg­ir að Íslend­ing­ar muni jafn­vel leggja fram gagn­til­boð í dag í Ices­a­ve-deil­unni en Bret­ar og Hol­lend­ing­ar lögðu fram til­boð til Íslend­inga á föstu­dags­kvöldið. For­menn stjórn­mála­flokk­ana ætla að hitt­ast á fundi í há­deg­inu í dag og ræða til­boðið.

Í sam­tali við Reu­ters frétta­stof­una seg­ir Elías Jón að mögu­legt sé að gagn­til­boðið verði lagt fram í dag. Ein­ar Karl Har­alds­son, talsmaður for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir við Reu­ters að leiðtog­ar stjórn­mála­flokk­anna vinni að  svari við til­boði Hol­lend­inga og Breta. Hins veg­ar liggi ekki fyr­ir hvert það verður.

Bret­ar og Hol­lend­ing­ar gera ráð fyr­ir 2,75% álagi ofan á breyti­legu vext­ina, sem þeir leggja til í til­boði sínu til Íslend­inga um nýj­an Ices­a­ves­amn­ing. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins þykir ís­lensku viðræðunefnd­inni og for­ystu­mönn­um flokk­anna sem funduðu stíft um helg­ina, sem þetta sé afar hátt álag. Bent er á að gangi spár um þróun breyti­legra vaxta eft­ir, gæti vaxta­byrðin orðið mjög mik­il þegar líða tek­ur á samn­ings­tíma­bilið.

Að sögn heim­ild­ar­manna er samstaða meðal þeirra sem sátu fund­ina um helg­ina um að hið nýja til­boð frá Bret­um og Hol­lend­ing­um geti ekki orðið viðræðugrund­völl­ur um nýj­an Ices­a­ve-samn­ing, þótt menn séu jafn­framt á því að til­boðið sé hag­stæðara en gamli Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn.

Einn viðmæl­andi Morg­un­blaðsins sagði í gær­kvöld að stóra spurn­ing­in nú væri sú, hvort Bret­ar og Hol­lend­ing­ar væru reiðubún­ir til þess að fara í fram­haldsviðræður við Íslend­inga, en það hefði verið gefið mjög sterk­lega í skyn í til­boði þeirra frá því á föstu­dags­kvöld að um loka­svar væri að ræða af þeirra hálfu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert