Tekjulágir bera stóra byrði heildarskulda heimila

Tekjulægstu hópar þjóðfélagsins bera hlutfallslega mjög stóra byrði af heildarskuldum heimilanna, sem eru um 1.750 milljarðar króna. Talið er að skuldir þriggja tekjulægstu hópanna séu tæp 45% af
heildarskuldunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Kjartan Broddi Bragason hagfræðingur hefur unnið fyrir Neytendasamtökin um greiðslugetu heimilanna. Skýrslan er birt á heimasíðu samtakanna.

Kjartan Broddi telur að am.k. 20-30% heimila séu í verulegum skulda og/eða greiðsluvandræðum og geti fjöldi einstaklinga á bak við þær tölur hæglega verið á bilinu 48-72 þúsund.

Sé þetta rétt mat megi gera ráð fyrir að nauðungarsölum fjölgi umtalsvert á komandi mánuðum. Þótt greiðsluaðlögun standi verst settu heimilunum til boða gæti gjaldþrotahrina heimila orðið að veruleika ef stór hópur þeirra sem verst standa sjá hag sínum best borgið með því að byrja aftur frá grunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert