Tekjulágir bera stóra byrði heildarskulda heimila

Tekju­lægstu hóp­ar þjóðfé­lags­ins bera hlut­falls­lega mjög stóra byrði af heild­ar­skuld­um heim­il­anna, sem eru um 1.750 millj­arðar króna. Talið er að skuld­ir þriggja tekju­lægstu hóp­anna séu tæp 45% af
heild­ar­skuld­un­um.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu sem Kjart­an Broddi Braga­son hag­fræðing­ur hef­ur unnið fyr­ir Neyt­enda­sam­tök­in um greiðslu­getu heim­il­anna. Skýrsl­an er birt á heimasíðu sam­tak­anna.

Kjart­an Broddi tel­ur að am.k. 20-30% heim­ila séu í veru­leg­um skulda og/​eða greiðslu­vand­ræðum og geti fjöldi ein­stak­linga á bak við þær töl­ur hæg­lega verið á bil­inu 48-72 þúsund.

Sé þetta rétt mat megi gera ráð fyr­ir að nauðung­ar­söl­um fjölgi um­tals­vert á kom­andi mánuðum. Þótt greiðsluaðlög­un standi verst settu heim­il­un­um til boða gæti gjaldþrota­hrina heim­ila orðið að veru­leika ef stór hóp­ur þeirra sem verst standa sjá hag sín­um best borgið með því að byrja aft­ur frá grunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert