Þórólfur ekki ósáttur við Icesave-tilboð

Þórólfur Matthíasson
Þórólfur Matthíasson

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir tilboð Breta og Hollendinga sem lagt var fram á föstudagskvöldið ekki svo slæmt. Formenn stjórnmálaflokkanna höfnuðu tilboðinu fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt á vef hollenska blaðsins Financieele dagblad. Fjöldi hollenskra fjölmiðla fjallar um tilboðið í dag en Wouter Bos fráfarandi fjármálaráðherra kynnti það fyrir hollenska þinginu í dag.

Segir í frétt Financieele dagblad að vaxtaprósentan sem Hollendingar og Bretar buðu sé sú sama og er á láni hinna Norðurlandanna til Íslands. Þau lán eru tengd láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Segir Bos að þetta sé lokatilboð Hollendinga og Breta til Íslendinga vegna Icesave en samkvæmt tilboðinu þurfa Íslendingar ekki að greiða vexti af láninu fyrstu tvö árin.

Fréttin í heild

Frétt Volkskrant

Frétt NRC 

Frétt Trouw

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert