Forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar eru sammála um að tilboð Breta og Hollendinga frá því fyrir helgina sé ekki ásættanlegt eða gott. Sent verður svarbréf vegna tilboðsins sem barst fyrir helgina. Það er þó ekki svartilboð.
Þetta var upplýst var að loknum fundi stjórnar og stjórnarandstöðu sem var að ljúka í Fjármálaráðuneytinu. Í svarbréfinu kemur m.a. fram að allir íslensku stjórnmálaflokkarnir séu ósáttir við tilboðið.
Fulltrúar úr stjórnarandstöðu staðfestu að lagt sé til að hafa 2,75% álag ofan á breytilega vexti í tilboðinu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vildi ekki staðfesta það. Þá munu Bretar og Hollendingar lagt til að vaxtalaus ár yrðu tvö.
Bæði fjármálaráðherrann og fulltrúar stjórnarandstöðunnar staðfestu að bil væri enn á milli sjónarmiða Íslendinga og viðsemjenda þeirra, en að bilið hafi minnkað.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum.
Nú eru að hefjast fundir þingflokka og svo hefst þingfundur kl. 15.00.