Væri ráð að draga umsókn til baka?

mbl.is/Ómar

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, þingmaður Framsóknar, beindi þeirri fyrirspurn til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, hvort til greina komi að draga umsókn Íslands um inngöngu í ESB til baka.

Sigurgeir rifjaði upp ummæli Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, um nýliðna helgi þess efnis að hvorki evran né innganga í ESB sé töfralaus á efnahagsvanda þjóða. Hún hefði einnig lagt áherslu á að sátt þyrfti að ríkja um umsóknarferlið inn í ESB meðal íslensku þjóðarinnar. Benti hann á að ekki ríkti slík eining hérlendis og spurði því ráðherrann hvort til greina kæmi að draga umsóknina til baka.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, minnti á að Alþingi hafi ákveðið að sækja um aðild að ESB og framkvæmdavaldið lyti löggjafarvaldinu. Sagði hann málið undir þinginu komið, enda væri verið að framfylgja vilja þingsins.
 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka