Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, þingmaður Framsóknar, beindi þeirri fyrirspurn til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, hvort til greina komi að draga umsókn Íslands um inngöngu í ESB til baka.
Sigurgeir rifjaði upp ummæli Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, um nýliðna helgi þess efnis að hvorki evran né innganga í ESB sé töfralaus á efnahagsvanda þjóða. Hún hefði einnig lagt áherslu á að sátt þyrfti að ríkja um umsóknarferlið inn í ESB meðal íslensku þjóðarinnar. Benti hann á að ekki ríkti slík eining hérlendis og spurði því ráðherrann hvort til greina kæmi að draga umsóknina til baka.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, minnti á að Alþingi hafi ákveðið að sækja um aðild að ESB og framkvæmdavaldið lyti löggjafarvaldinu. Sagði hann málið undir þinginu komið, enda væri verið að framfylgja vilja þingsins.