Afþökkuðu lokatilboð Bos

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands gaf kjósendum rauðar rósir um helgina …
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands gaf kjósendum rauðar rósir um helgina en það styttist í sveitastjórnarkosningar þar í landi. Reuters

Tilboð Hollendinga og Breta vegna Icesave, sem Ísland hafnaði í gær, var síðasta tilboðið sem Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands leggur fram í Icesave deilunni en hann mun láta af embætti innan tíðar þar sem flokkur hans, Verkamannaflokkurinn er ekki lengur þátttakandi í ríkisstjórn Hollands.

Í frétt hollenska dagblaðsins Volkskrant kemur fram að Bos sagði tilboð hans og starfsfélaga hans, Myners lávarðs, lokatilboð þeirra í deilunni um Icesave. Segir í fréttinni að það eitt að lánið væri vaxtalaust árin 2009 og 2010 hefði kostað Hollendinga 143 milljónir evra, 25 milljarða króna.

Í tilboðinu er gert ráð fyrir breytilegum vöxtum sem hefði þýtt að í stað 5,5% vaxta, líkt og fyrri samningur kvað á um, sem þýði 3,4% vaxtaálag á skuld Íslendinga, samkvæmt frétt Volkskrant. Það séu svipaðir vextir og eru á lánum sem hin Norðurlöndin hafa heitið Íslendingum.

Hér er frétt Volkskrant í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka