Auglýsingar American Express bannaðar

Icelandair American Express
Icelandair American Express

Neyt­enda­stofa hef­ur bannað birt­ingu aug­lýs­inga American Express þar sem bor­in er sam­an vild­arpunkta­söfn­un kort­hafa American Express og VISA. Neyt­enda­stofa taldi aug­lýs­ing­una brjóta gegn lög­um um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu þar sem gefið er í skyn að vild­arpunkta­söfn­un með VISA kort­um taki óeðli­lega lang­an tíma borið sam­an við American Express.

Í ákvörðun­inni er einnig fjallað um að fyr­ir­tækið hafi ekki geta sannað full­yrðing­arn­ar „Þú safn­ar vild­arpunkt­um tvö­falt hraðar með American Express“ og „Með Premium Icelanda­ir American Express færðu bestu ferðatrygg­ingu sem völ er á“ sem fram komu á vefsíðu þess.

Ákvörðun­ina má lesa í heild sinni hér


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert