Samtökin Nýtt Ísland blása til áttundu bílalána mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar Glitnis/Íslandsbanka að Kirkjusandi kl 12:15 í dag.
Bílflautur verða þeyttar í 3 mínútur fyrir utan höfuðstöðvar bankans til að mótmæla stökkbreyttum höfuðstóli bílalánasamninga bankans, samkvæmt tilkynningu.
„Nýtt Ísland skorar á alla lántakendur myntkörfulána að krefjast réttlætis og leiðréttinga á stökkbreyttum höfuðstóli bílalánasamninga og eignaleigusamninga. Nýfallinn dómur í Héraðsdómi hefur gefið lántakendum von um réttlæti.
Fimm erlendar fréttastöðvar hafa boðað komu sína á bílalána mótmælin, þar á meðal Bloomberg fréttaveitan," segir í fréttatilkynningu.