Einhleypar megi fá gjafaegg

Unnið að tæknifrjóvgun
Unnið að tæknifrjóvgun mbl.is/Árni Sæberg

Heilbigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir, gerir ráð fyrir að á vorþingi verði lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun þess efnis að einhleypum konum með skerta frjósemi verði heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun og segir hún undirbúning þess í vinnslu.

Heilbrigðisráðherra svaraði í dag fyrirspurn til skriflegs svars, sem Anna Pála Sverrisdóttir, sem sat sem varaþingmaður fyrir Skúla Helgason Samfylkingu síðasta haust, lagði fram á Alþingi þann 15. desember á síðasta ári. Anna Pála spurði um rétt einhleypra kvenna til að fá gjafaegg en skv. núgildandi lögum um tæknifrjóvgun er bannað að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun hjá einhleypri konu.

Hver er réttur einhleypra kvenna með skerta frjósemi til að fá gjafaegg samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun, nr. 55/1996
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert